Íslendingaslagur í umspili í Danmörku

Systkinin Drífa og Ragnar Harðarbörn spila með Taastrup Elite en liðið spilar nú í umspili um að komast upp í aðra deild en á haustönninni lék liðið í þriðju deild. Taastrup Elite mætti í þessum öðrum leik umspilsins Drive og tapaði 6-7. Magnús Ingi Helgason spilar með Drive þannig að þetta var sannkallaður Íslendingaslagur.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna með liði sínu í þessum leik. Ragnar lék annna tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik karla. Magnús Ingi lék annan tvenndarleik og mætti í honum Ragnari og þriðja tvíliðaleik karla.

Drífa lék tvenndarleik með Thomas Laybourn gegn Mikkel Møller Rasmussen. Þau unnu eftir oddalotu 19-21, 21-14 og 21-16. Hún lék svo tvíliðaleikinn með Katrine M. Hansen. Þær mættu Ida Holte Thorius og Katrine Kristensen. Drífa og Hansen unnu 22-20 og 21-19.

Ragnar lék tvíliðaleik með Thomas Laybourn gegn Dennik Peto og Henrik Burmeister. Ragnar og Laybourn töpuðu eftir oddalotu 24-22, 16-21 og 12-21. Ragnar lék tvenndarleik með Mette Ring gegn Magnúsi Inga Helgasyni og Lea Elm Jensen. Ragnar og Ring töpuðu 14-21 og 16-21.

Magnús Ingi lék tvíliðaleik með Thore Møller-Haastrup gegn Kasper Møller Rasmussen. Magnús og Møller-Haastrup unnu 28-26 og 21-18.

Taastrup Elite vann auk leikja Drífu fyrri einliðaleik kvenna, annan og þriðja einliðaleik karla og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Drive.

Taastrup Elite er í sjötta sæti umspilsins eftir þennan annan leik en Drive í því öðru. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Alls verða spilaðir fjórir leikir.

Næsti leikur Taastrup Elite er gegn Charlottenlund og Drive leikur gegn SAIF laugardaginn 12. mars.

Skrifað 3. mars, 2016
mg