Iceland Express International framundan

Alþjóðlega badmintonmótið, Iceland Express International, fer fram í TBR-húsunum 8.-11.nóvember næstkomandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Skráningu í mótið lýkur fimmtudaginn 11.október næstkomandi. Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp sem keppir í mótinu fyrir Íslands hönd. Aðildarfélögum BSÍ er velkomið að skrá leikmenn til keppni sem ekki eru í landsliðshópnum. Mælst er þó til þess að leikmenn séu í meistaraflokki. Ekki er þó gefið að allir leikmenn fái að taka þátt í mótinu því ef mjög mikil skráning er í mótið gæti myndast biðlisti. Yfirleitt er mjög mikil skráning í þetta mót svona stuttu fyrir Ólympíuleika og því má reikna með að einhverjir lendi í því að fara á biðlista.

Eftirfarandi leikmenn hafa verið valdir í landsliðshóp Íslands fyrir mótið.

Einliðaleikur karla
Arthur Geir Jósefsson
Atli Jóhannesson
Bjarki Stefánsson
Daníel Reynisson
Daníel Thomsen
Einar Óskarsson
Helgi Jóhannesson
Magnús Ingi Helgason
Njörður Ludvigsson
Tryggvi Nielsen

Einliðaleikur kvenna
Anna Margrét Guðmundsdóttir
Birgitta Ásgeirsdóttir
Halldóra Jóhannsdóttir
Hanna María Guðbjartsdóttir
Hrefna Matthíasdóttir
Karitas Ólafsdóttir
Katrín Atladóttir
Ragna Ingólfsdóttir
Sara Jónsdóttir
Snjólaug Jóhannsdóttir
Sunna Ösp Runólfsdóttir
Tinna Helgadóttir
Þorbjörg Kristinsdóttir

Tvíliðaleikur karla
Atli - Bjarki
Daníel R - Arthúr
Daníel T - Einar Ó
Magnús - Helgi
Njörður - Tryggvi

Tvíliðaleikur kvenna
Karitas - Birgitta
Ragna - Katrín
Snjólaug - Hrefna
Tinna - Sara J
Þorbjörg - Anna M

Tvenndarleikur
Arthúr - Halldóra
Atli - Snjólaug
Bjarki - Hrefna
Daníel T - Hanna
Einar - Anna M
Helgi - Sara
Magnús - Tinna

Smellið hér til að skoða mótaboðið fyrir Iceland Express International 2007.

Sérstaka heimasíðu mótsins með nánari upplýsingum má finna hér. 

Skrifađ 4. oktober, 2007
ALS