TBR/Hamar Sleggjur 2 unnu B-deildina

Leikið var til úrslita í B-deild Deildakeppni BSÍ í dag. TBR/Hamar Sleggjur 2 urðu í fyrsta sæti eftir að hafa lagt TBR/UMFA Hákarla í úrslitum 5-3.

 

Deildakeppni BSÍ 2016 TBR/Hamar Sleggjur 2

 

Liðsmenn Sleggjanna eru Þorvaldur Einarsson, Sigurður Ingi Pálsson, Eggert Þorgrímsson, Hallur Helgason, Birgir Hilmarsson, Jón Matthíasson, Jónas Skúlason, Páll Ásgeir Guðmundsson, Gunnar Örn Ingólfsson, Sigrún Marteinsdóttir, Bjarndís Helga Blöndal, Heiðdís Snorradóttir, María Ólafsdóttir og Elín Wang.

Í þriðja sæti urðu BH Naglarnir og í því fjórða Afmælisbörnin sem liðsmenn frá ÍA, UMFS og UMFA skipa. Í fimmta sæti urðu TBR Englar, í sjötta BH geiturnar og í því sjöunda TBR Plútó. KR dró sig úr keppni fyrir mótið.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í B-deild.

Skrifað 28. febrúar, 2016
mg