TBR-Elding er Íslandsmeistari félagsliða

TBR-Elding varð rétt í þessu Íslandsmeistari félagsliða í badminton. Liðið skipa Kári Gunnarsson, Pálmi Guðfinnsson, Siguður Sverrir Gunnarsson, Bjarki Stefánssson, Kjartan Pálsson, Arna Karen Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir.

Íslandsmeistarar félagsliða 2016 - TBR-Elding 

Liðið vann alla leiki sína í riðlinum. Með sigrinum vann TBR sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða sem fram fer í sumar.

Í öðru sæti varð TBR-Ægir, í þriðja sæti TBR-Naggrísir og í fjórða sæti BH/ÍA Landsbyggðin.
Smellið hér til að sjá úrslit leikja í meistaradeild.

TBR/Hamar Sleggjur 1 unnu A-deildina. Liðið skipa Jón Sigurðsson, Haraldur Guðmundsson, Þórhallur Einisson, Egill Sigurðsson, Gunnar Bjarki Björnsson, Geir Svanbjörnsson, Hans Adolf Hjartarson, Árni Haraldsson, Georg Hansen, Áslaug Jónsdóttir, Hrund Guðmundsdóttir, Þóra Bjarnadóttir, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir.
Í öðru sæti urðu TBR-Slátrarar, í þriðja sæti BH-Grape og í fjórða sæti BH/ÍA Landsbyggðin.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í A-deild.

Leikið verður til úrslita í B-deild á morgun, sunnudag.

Skrifað 27. febrúar, 2016
mg