Deildakeppni BSÍ hefst í dag

Deildakeppni BSÍ fer fram dagana 26. - 28. febrúar. Mótið er Íslandsmót félagsliða í badminton þar sem keppt er í þremur deildum: Meistaradeild, A-deild og B-deild. Búið er að draga í mótið og má nálgast niðurröðun með því að smella hér.

Alls hafa 16 lið skráð sig til keppni í Deildakeppnina 2016 frá átta félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, TBR, UMFA og UMFS. Í fyrra tóku 17 lið þátt og árið þar á undan 18 þannig að aðeins færri lið eru skráð til keppni í ár en undanfarin ár.

Fyrirkomulagið í meistaradeild er þannig að fjögur lið keppa í riðli, allir við alla. Sigurliðið er Íslandsmeistari og félagiið tryggir sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða.

Í A-deildi eru skráð til keppni fjögur lið sem keppa í einum riðli, allir við alla.

Alls eru átta lið skráð til keppni í B-deild. Keppnisfyrirkomulag eru tveir riðlar. Efstu tvö liðin í hvorum riðli keppa í útsláttarkeppni um 1. - 4. sætið. Liðin sem lenda í þriðja og fjórða sæti í riðlunum spila í riðli um 5. -8. sæti. Spilað er um öll sætin í deildinni.

Keppni hefst á föstudegi klukkan 18:00 í B-deild og svo taka við leikir í A og M-deild klukkan 20. Keppni í B-deild heldur áfram klukkan 10:00 á laugardag. Keppni í A- og Meistaradeild hefst á laugardaginn klukkan 12.
Yfirdómarar mótsins eru Laufey Sigurðardóttir og Vignir Sigurðsson og mótsstjóri er Margrét Gunnarsdóttir. Aðrir í mótsstjórn eru Karitas Eva Jónsdóttir og Róbert Henn auk stjórnarmanna BSÍ.

Niðurrröðun er birt með fyrirvara um villur. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera lagfæringar ef þurfa þykir.
Smellið hér til að skoða reglur um Deildakeppni BSÍ, leikjafyrirkomulag og nánari upplýsingar.

Skrifað 26. febrúar, 2016
mg