Danir tvöfaldir Evrópumeistarar

Danir urðu Evrópumeistarar bæði karla- og kvennalandsliða í gær en keppnin fór fram í Kazan í Rússlandi.

Karlalandslið Daða mætti Frökkum í úrslitum og vann 3-1. Danir mættu í undanúrslitum Þjóðverjum, sem þeir unnu 3-1, og Frakkar mættu Englendingum, sem þeir unnu 3-2 en Englandi var raðað númer tvö inn í keppnina.

Kvennalandslið Dana mætti kvennalandsliði Búlgaríu í úrslitum og vann 3-1. Búlgaría kom öllum á óvart í keppninni þegar þær slógu út Tyrki sem var raðað númer fjögur inn í keppnina og í undanúrslitum slógu þær svo út Spánverja sem voru raðað númer tvö inn í keppnina og ríkjandi meistarar.

Smellið hér til að sjá fleiri útslit í karlakeppninni og smellið hér til að sjá fleiri úrslit í kvennakeppninni.

Skrifađ 22. febrúar, 2016
mg