Val í afrekshóp Badmintonsambands Íslands

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari hefur valið leikmenn í afrekshóp Badmintonsambands Íslands vorið 2016 en valið í afrekshóp byggir á eftirfarandi hlutum:
  • Frammistöðu á landsliðsæfingum milli jóla og nýárs
  • Frammistöðu í mótum vetrarins, þá helst Meistaramóti TBR
  • Æfingasókn á félagsæfingar á haustönn 2015
  • Mat landsliðsþjálfara á hversu mikið eftirfarandi spilari getur bætt sig

Leikmenn sem eru valdir í afrekshóp þurfa að mæta eftirfarandi kröfum til að vera í hópnum:

  • Fjórar badmintonæfingar og tvær lyftingar/þrekæfingar á viku
  • Skyldumæting á allar landsliðsæfingar
  • Þátttaka í mótum völdum í samráði við landsliðsþjálfara
  • Færa æfingadagbók
  • Skila tímum í vinnu fyrir BSÍ pr. önn

Mæti leikmenn ekki þessum kröfum falla þeir sjálfkrafa út úr hópnum. Undantekningar frá kröfunum vegna meiðsla eða óviðráðanlega ástæðna eru í samráði við landsliðsþjálfara.

Eftirfarandi spilarar eru valdir í afrekshóp vor 2016:

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR
Harpa Hilmisdóttir BH
Margrét Jóhannsdóttir TBR
Rakel Jóhannesdóttir TBR
Sara Högnadóttir TBR
Sigríður Árnadóttir TBR
Daníel Jóhannesson TBR
Davíð Bjarni Björnsson TBR
Eiður Ísak Broddason TBR
Kári Gunnarsson TBR
Kristófer Darri Finnsson TBR

Valið gildir til 1. júlí 2016 og verður nýr hópur tilkynntur 1. ágúst 2016. Verkefni verða valin í samráði við spilara.

Skrifað 10. febrúar, 2016
mg