Fyrsti dagur RIG - Iceland International

Forkeppni einliðaleiks karla og einliðaleiks kvenna var að ljúka rétt í þessu og þar með fyrsta degi Iceland International.

Davíð Bjarni Björnsson vann sér inn þátttökurétt í aðalkeppninni en hann vann Tomas Dovydaitis frá Litháen (BH). Kári Gunnarsson komst einn íslensku keppendanna beint inn í aðalkeppnina í einliðaleik karla. Inn í aðalkeppnina komust auk Davíðs Bjarna Rasmus Middelbo Eigtved, Peter Correl, Patrick Bjarregaard, Emil Langemark, David Kim Kristensen og Kian Andersen, allir frá Danmörku auk Marcus Jansson frá Svíþjóð.

Í forkeppni einliðaleiks kvenna fór einungis einn leikur fram þar sem forföll urðu til þess að þrír íslenskir leikmenn, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, Þórunn Eylands og Margét Dís Stefánsdóttir, voru færðir upp í aðalkeppnina. Andrea Nilsdóttir mætti Sofie Kierkegaard frá Danmörku og tapaði 21-9 og 21-14. Og sú danska fór upp í aðalkeppnina. Beint í aðalkeppnina komust Margrét Jóhannsdóttir, Sara Högnadóttir, Arna Karen Jóhannsdóttir og Harpa Hilmisdóttir.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í dag.

Keppni hefst klukkan 9 í fyrramálið með tvenndarleikjum. Einliðaleikir karla hefjast klukkan 10:10, einliðaleikir kvenna klukkan 11:55, tvíliðaleikir karla klukkan 14:40 og tvíliðaleikir kvenna klukkan 15:25.

Smellið hér til að sjá niðurröðun leikja föstudaginn 29. janúar.

Skrifað 28. janúar, 2016
mg