Óskađ eftir ţjálfurum til ađ fara á ţjálfaranámskeiđ

Badmintonsamband Íslands óskar eftir þjálfurum til að taka þátt í þjálfaranámskeiðum sem haldin verða í sumar.

Í boði eru þrjú námskeið:
Sumarskóli Badminton Europe í Slóveníu 9. - 16. júlí
North Atlantic Camp á Íslandi 18. - 25. júlí
Nordic Camp í Svíþjóð í ágúst.

Þjálfararnir verða jafnframt fararstjórar íslensku krakkanna sem verða valin til að taka þátt í þessum verkefnum. Sumarskólinn er fyrir aldurshópinn U17, North Atlantic Camp er fyrir aldurshópana U13-U17 og Nordic Camp fyrir aldurshóp U15..

Þjálfaranámskeiðin og allur ferðakostnaður eru á kostnað BSÍ.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Margréti fyrir lok febrúar.

Skrifađ 8. febrúar, 2016
mg