Úrslit Óskarsmóts KR

Óskarsmót KR var um helgina. Mótið er innan Dominosmótaraðar BSÍ og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í flestum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki vann Daníel Jóhannesson TBR en hann vann í úrslitum einliðaleiks karla Eið Ísak Broddason TBR 22-20 og 21-19. Kári Gunnarsson tók ekki þátt í mótinu þar sem hann var í Bandaríkjunum að keppa. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún vann Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 23-21 og 21-9. Tvíliðaleik karla unnu Atli Jóhannesson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR 21-14 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Elsa Nielsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR eftir sigur á Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttar TBR 21-13 og 21-15. Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR eftir oddaotu 14-21, 21-17 og 21-11.

Í A-flokki sigraði Jón Sigurðsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Atla Tómasson TBR eftir oddalotu 16-21, 21-17 og 21-19. Einliðaleik kvenna vann Þórunn Eylands TBR en keppt var í riðli í flokkum. Tvíliðaleik karla unnu Andri Árnason TBR og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH sem unnu í úrslitum Atla Tómasson og Vigni Haraldsson TBR 21-16 og 21-15. Tvíliðaleik kvenna unnu Áslaug Jónsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Þær unnu Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-11 og 21-10. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Þórhall Einisson og Hrund Guðmundsdóttur Hamri 21-15 og 21-18.

Eysteinn Högnason TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki Egil Magnússon Aftureldingu 21-11 og 21-17. Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu vann í einliðaleik kvenna eftir sigur á Karolinu Prus KR 21-16 og 21-16. Tvíliðaleik karla unnu Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH sem unnu Egil Magnússon og Magnús Björn Bragason Aftureldingu í úrslitum 21-13 og 21-14. Í tvíliðaleik kvenna unnu Sólveig Ósk Jónsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær sigurðu í úrslitum 21-10 og 21-18. Tvenndarleikinn unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem unnu Magnús Björn Bragason og Sólveigu Ósk Jónsdóttur BH í úrslitum 21-13 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Óskarsmóti KR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu KR Badminton.

Síðasta mót á Dominosmótaröð BSÍ fyrir Meistaramót Íslands er Reykjavíkurmót fullorðinna sem fer fram í TBR 19. - 20. mars.

Skrifað 7. febrúar, 2016
mg