Kári keppti í Bandaríkjunum

Kári Gunnarsson tók þátt í MBBC USA International mótinu sem var haldið í Kaliforniu í Bandaríkjunum.

 

Kári Gunnarsson

 

Kári keppti í fyrstu umferð gegn Dean Schoppe frá Bandaríkjunum. Kári vann hann auðveldlega 21-8 og 21-6. Í annarri umferð mætti Kári Howard Shu sem er einnig frá Bandaríkjunum og er númer 64 á heimslista. Kári átti mjög góðan leik en tapaði naumlega í oddalotu 15-21, 22-20 og 20-22. Kári lauk þar með þátttöku í mótinu.

Job Castillo frá Mexíkó sem keppti á Iceland International um síðustu helgi sló síðan Shu út í þriðju umferð en hann vann 21-14 og 21-18 og er þar með kominn í undanúrslit.

Luis Ramon Garrido sem einnig keppti hér á Iceland International komst í átta manna úrslit á þessu móti.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á MBBC USA International mótinu.

Skrifađ 6. febrúar, 2016
mg