Óskarsmót KR er um helgina

Óskarsmót KR er á um helgina í KR heimilinu við Frostaskjól. Keppt verður í öllum greinum í Meistaraflokki, A-flokki og B-flokki.

Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Keppendur eru 78 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR og UMF Þór.

Mótið hefst klukkan 13 á laugardaginn og búast má við að því ljúki um klukkan 18 þann dag. Á sunnudaginn fara undanúrslit og úrslit fram en þann dag hefst keppni klukkan 9. Gera má ráð fyrir að mótið klárist um klukkan 18.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Óskarsmóti KR.

Skrifað 4. febrúar, 2016
mg