Færslur á milli flokka

Færslur á milli flokka verða nú á miðju keppnistímabili eftirfarandi og taka nú þegar gildi:

Í A-flokk færast: 
Eyrún Björn Guðjónsdóttir BH
Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH
Ólafur Örn Guðmundsson BH  

Umræða um færslu á milli flokka fer fram tvisvar á ári, í janúar og í júní.

Til að eiga færsla leikmanna á milli A-flokks og Meistaraflokks komi til umræðu þarf viðkomandi leikmaður að vera einn af átta efstu á styrkleikalista BSÍ í einliðaleik auk þess að hafa komist að minnsta kosti tvisvar í úrslit á síðastliðnum 12 mánuðum. Ef leikmaður vinnur þrjú mót í tvíliða- eða tvenndarleik kemur færsla á milli flokka einnig til umræðu.

Til greina kemur að færa einnig leikmenn niður um flokk.

Smellið hér til að sjá flokkaskiptingar.

Skrifað 21. janúar, 2016
mg