Værløse 2 rótburstaði Skovshoved 2 í fyrsta leik umspilsins

Tinna Helgadóttir spilar í vetur með Værløse 2 í Danmörku. Liðið spilar nú í umspili um hvaða lið falla í aðra deild út þeirri fyrstu. Liðið mætti Skovshoved 2 í fyrsta leiknum í umspilinu. Værløse 2 burstaði leikinn 12-1.

Tinna spilaði ekki með liði sínu í þessum leik.

Værløse 2 vann báða tvenndarleikina, báða einliðaleiki kvenna, alla einliðaleiki karla, báða tvíliðaleiki karla og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Værløse2 og Skovshoved 2. En liðin eru bæði skipuð leikmönnum sem koma til Íslands í næstu viku til að keppa á RIG - Iceland International.

Eftir þennan fyrsta leik umspilsins er Værløse 2 í öðru sæti umspilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna. Alls verða spilaðir fimm leikir eða umferðir í umspilinu.

Næsti leikur Værløse 2 er laugardaginn 27. febrúar gegn Greve 2.

Skrifað 20. janúar, 2016
mg