RIG hefst í dag og badmintonkeppnin á laugardag

Unglingameistaramót TBR, sem er hluti af Reykjavík International Games, verður um helgina í TBR við Gnoðarvog. Mótið, sem hefst á laugardaginn klukkan 9, er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins gefur stig á styrkleikalista unglinga.

Leikarnir hefjast formlega í dag, fimmtudag, með ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík. Rauði þráðurinn í ráðstefnunni er mikilvægi styrktarþjálfunar í íþróttum, allt frá börnum til afreksfólks. Ráðstefnunni lýkur á því að Adólf Ingi Erlingsson spyr Dwain Chambers spjörunum úr. Dwain Chambers er einn af spretthörðustu mönnum heims og fyrrum Heims- og Evrópumeistari, en hann hefur einnig þurft að taka út keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.

Keppt verður í tíu íþróttagreinum fyrri helgi leikanna, badminton, bogfimi, fimleikum, listhlaupi á skautum, wrestling, júdó, skotfimi, sundi fatlaðra og veggtennis. Seinni helgina verður keppt í 13 greinum; badminton en Iceland International er hluti af leikunum í þriðja sinn, borðtennis, dansi, hjólaspretti, hjólreiðum „uphill duel", karate, keilu, ólympískum lyftingum, kraftlyftingum, skíðum, skylmingum og taekwondo.

Á Rig er frábær fyrirlestraröð. Smellið hér til að sjá dagskrá fyrirlestranna. Hægt er að kaupa miða á fyrirlestrana á midi.is.

Á RIG - Unglingameistaramóti TBR verður leikið verður í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Þátttakendur eru um 160 talsins frá níu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór í Þorlákshöfn. Keppendur frá Færeyjum eru 52 talsins en alls kemur 101 gestur frá Færeyjum til Íslands vegna mótsins.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 21. janúar, 2016
mg