Ekki gekk eins vel hjá Taastrup Elite og Drive

Systkinin Drífa og Ragnar Harðarbörn spila með Taastrup Elite en liðið spilar nú í umspili um að komast upp í aðra deild en á haustönninni lék liðið í þriðju deild. Taastrup Elite mætti í þessum fyrsta leik umspilsins KMB 2010 2 og tapaði 4-9.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna með liði sínu í þessum leik. Ragnar lék fyrsta tvíliðaleik karla og fjórða einliðaleik karla.

Drífa lék tvenndarleik með Thomas Laybourn gegn Mikkel Elbjørn Larsen. Þau unnu 21-13 og 21-8. Hún lék svo tvíliðaleikinn með Katrine M. Hansen. Þær mættu Anita Bennetzen og Camilla Damslund Jensen. Drífa og Hansen unnu 21-12 og 14-14 en þá var leikurinn gefinn.

Ragnar lék tvíliðaleik með Thomas Laybourn gegn Mikkel Elbjørn Larsen og Philip Busch Andreasen. Ragnar og Laybourn töpuðu eftir oddalotu 21-18, 13-21 og 19-21. Ragnar lék svo fjórða einliðaleik gegn Jonas -Jork Larsen og tapaði honum 11-21 og 17-21.

Taastrup Elite vann auk leikja Drífu fyrri einliðaleik kvenna og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og KBM 2010 2.

Taastrup Elite er í sjöunda sæti umspilsins eftir þennan fyrsta leik. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Alls verða spilaðir fjórir leikir.

Næsti leikur er gegn Drive laugardaginn 27. febrúar en þá mæta systkinin Magnúsi Helgasyni.

Skrifað 17. janúar, 2016
mg