Drive vann Hvidovre 2 auðveldlega

Magnús Ingi sem spilar með Drive. Liðið spilar nú í umspili um að komast upp í aðra deild en á haustönninni spilaði það í þriðju deild og vann riðilinn sinn þá. Drive mætti Hvidovre 2 um helgina og vann 9-4.

Magnús Ingi spilaði annan tvenndarleik og þriðja tvíliðaleik fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hann með Lea Elm Jensen gegn Michael Poulsen og Jennifer Andersen. Magnús og Jensen töpuðu 12-21 og 11-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Thore Møller-Haastrup. Þeir mættu Michael Poulsen og Patrick Nielsen og töpuðu naumlega 20-22 og 19-21.

Drive vann báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleik karla, báða tvíliðaleiki kvenna og fyrsta og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Drive og Hvidovre 2.

Drive er á toppi umspilsins eftir þennan fyrsta leik. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Alls verða spilaðir fjórir leikir.

Næsti leikur Drive er gegn Taastrup Elite en þá mætir Magnús Ingi löndum sínum, Drífu og Ragnari Harðarsbörnum.

Skrifað 17. janúar, 2016
mg