Ůßttt÷ku ═slendinganna loki­ Ý SvÝ■jˇ­

Þrír íslenskir landsliðsmenn tóku þátt í alþjóðlega badmintonmótinu Swedish International Stockholm sem fram fer í Taby nú um helgina. Þeir hafa nú allir lokið keppni.

Ragna Ingólfsdóttir komst í átta liða úrslit í einliðaleik kvenna þar sem hún beið lægri hlut fyrir Olga Konon frá Hvíta Rússlandi. Fyrstu lotuna sigraði Olga 21-12 en þá næstu vann Ragna 21-18. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit og þar sigraði Olga 21-12. Olga er á svipuðum slóðum og Ragna á heimslistanum eða númer 60 og Ragna númer 53. Það var því við búið að allt yrði í járnum í leiknum. Áður hafði Ragna unnið Bing Xing Xu frá Spáni og Anastasia Kudinova frá Svíþjóð en hefur nú lokið keppni á mótinu.

Tinna Helgadóttir tók einnig þátt í einliðaleik kvenna á mótinu en hún þurfti að hefja leik í undankeppninni þar sem henni tókst að sigra norsku stúlkuna Sara B. Kverno en beið síðan lægri hlut fyrir dönsku stúlkunni Christina Andersen í jöfnum úrslitaleik um sæti í aðal mótinu.

Magnús Ingi Helgason bróðir Tinnu varð að játa sig sigraðan gegn Gabriel Ulldahl frá Svíþjóð í fyrstu umferð undankeppninnar í einliðaleik karla. Honum gekk hinsvegar betur í tvíliðaleik þar sem hann lék með írskum félaga sínum Daniel Magee. Þeir félagar þurftu að leika í undankeppni mótsins þar sem þeir sigruðu fyrst par frá Hvíta Rússlandi, síðan par frá Eistlandi og tryggðu sér þar með sæti í aðal keppninni. Í 32 liða úrslitum aðal keppninnar mættu þeir Dönunum Peter Mork og Niklas Hoff. Leikurinn var mjög jafn og töpuðu þeir Magnús Ingi og Daniel naumlega 21-19 í oddalotu.

Systkinin Magnús Ingi og Tinna tóku auk þess þátt í tvenndarleik á mótinu í Svíþjóð. Þau þurftu ekki að leika í undankeppninni vegna stöðu sinnar á heimslistanum. Í fyrstu umferð mættu þau belgísku pari sem þau sigruðu með yfirburðum. Í annari umferð mættu þau öðru belgísku pari sem var með fyrstu röðun í mótinu og því fyrirfram talið sterkasta par mótsins. Magnús Ingi og Tinna biðu lægri hlut fyrir Belgunum í tveggja lotu leik og luku þar með þátttöku sinni í mótinu.

Smellið hér til að fylgjast með framgangi mála á Swedish International Stockholm.

Skrifa­ 26. jan˙ar, 2008
ALS