Drive trónir á toppi riđilsins

Magnús Ingi sem spilar með Drive. Liðið spilar í þriðju deild en spilað er í fjórum riðlum í deildinni. Drive mætti Charlottenlund um helgina og vann 10-3.

Magnús Ingi spilaði annan tvenndarleik og þriðja tvíliðaleik fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hann með Rie Emilia Rosendal gegn Nicolas Stampe og Pernille Holst. Magnús og Rosendal töpuðu eftir oddalotu 16-21, 21-12 og 12-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Thore Møller-Haastrup. Þeir mættu Martin Kent og Kristoffer Stampe og unnu þá eftir oddalotu 23-21, 19-21 og 21-19.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Drive og Charlottenlund.

Drive er áfram á toppi riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Skrifađ 22. desember, 2015
mg