Badmintonáriđ 2015

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2015 og nú um áramót eru helstu viðburðir ársins rifjaðir upp.

Janúar

Sjöunda mót Dominosmótaraðar BSÍ, Meistaramót TBR 2015, var í janúar. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki vann Atli Jóhannesson í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Daníel Thomsen og Davíð Bjarni Björnsson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Rakel Jóhannesdóttir og Tinna Helgadóttir. Tvenndarleikinn unnu systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn TBR. Í A-flokki sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Andrés Andrésson og Sigurjón Jóhannsson TBR. Áslaug Jónsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri unnu tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Elvar Már Sturlaugsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Þórunn Eylands TBR sigraði einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Tvenndarleikinn unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR.

Unglingameistaramót TBR var í janúar og mótið var hluti af Reykjavík International Games 2015. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 46 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Ari Nandy frá Færeyjum í einliðaleik hnokka. Adhya Nandi frá Færeyjum vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Færeyingarnir Ari Nandy og Rúni Öster. Í tvíliðaleik táta unnu Adhya Nandi og Lena Maria Joensen frá Færeyjum. Í tvenndarleik unnu Ari Nandy og Lena Maria Joensen frá Færeyjum. Í flokki U15 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR í einliðaleik sveina. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Mona Rasmussdóttir og Sissel Thomsen frá Færeyjum. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Í flokki U17 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA í einliðaleik drengja. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann í úrlistaleik í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA og í tvíliðaleik telpna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Daníel Jóhannsson TBR í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Jóna Kristín Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR.

Iceland International mótið var einnig hluti af Reykjavík International Games. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badminton-sambandsins. Alls tóku 147 keppendur frá 25 löndum þátt í mótinu, 107 erlendir og 40 íslenskir. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta. Í einliðaleik karla vann Beryno Jiann Tze Wong. Í einliðaleik kvenna vann Airi Mikkela frá Finnlandi. Í tvíliðaleik karla stóðu Martin Campbell og Patrick Machugh frá Skotlandi uppi sem sigurvegarar. Tvíliðaleik kvenna unnu Sarah Thomas og Carissa Turner frá Wales. Tvenndarleikinn vann unga parið frá Danmörku, Alexander Bond og Ditte Soby Hansen. Mótið var mjög vel heppnað en um 60 starfsmenn komu að framkvæmd mótsins. Ítarlegri umfjöllun um Iceland International er aftar í ársskýrslunni.

Alþjóðlega sænska mótið, Swedish Masters, fór fram í janúar. Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu, Kári Gunnarsson, Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir. Kári lék fyrsta leik sinn gegn Adrian Demetriades frá Svíþjóð og vann auðveldlega 21-8 og 21-10. Í annarri umferð forkeppnarinnar lék hann gegn Agaton Svenaeus frá Svíþjóð. Kári vann þann leik einnig 21-15 og 21-9. Í þriðju umferð mætti Kári Matthias Wigardt frá Svíþjóð sem hafði í annarri umferð unnið Sam Parsons frá Englandi en sá er væntanlegur hingað á Iceland International í næstu viku. Fyrri lotan gekk ekki vel hjá Kára og henni lauk 21-11 fyrir þeim sænska. Seinni lotan var miklu jafnari og Kári var með yfirhöndina upp í 13 en eftir það var nánast jafnt á öllum stigum. Lotunni lauk síðan með sigri Wigardt 23-21. Með því lauk Kári keppni í mótinu. Sara lék gegn Anastasia Chervyakova frá Rússlandi en henni var raðað númer fimm inn í forkeppnina. Sara tapaði 16-21 og 11-21 og lauk því keppni í einliðaleik. Margrét lék tvær umferðir í forkeppninni. Í fyrstu umferð vann hún Kati-Kreet Marran frá Eistlandi eftir oddalotu 12-21, 21-14 og 21-14. Í annarri umferð mætti Margrét Flore Vandenhoucke frá Belgíu. Sú vann fyrri lotuna 21-12 en seinni lotan var mjög jöfn og í stöðunni 21-21 gat allt gerst. Sú belgíska fékk hins vegar tvö síðustu stigin og vann lotuna 23-21. Með því lauk Margrét keppni í einliðaleik. Margrét og Sara taka einnig þátt í tvíliðaleik. Í fyrstu komust þær ekki inn í mótið en vegna forfalla fengu þær pláss í forkeppni í tvíliðaleik. Þær mættu Julie Dawall Jakobsen og Sara Lundgaard frá Danmörku. Þær dönsku höfðu yfirhöndina alla fyrri lotuna sem endaði 21-16 fyrir þær. Seinni lotan fór eins og lauk einnig 21-16.

Febrúar

Landsbankamót ÍA var haldið í febrúar en mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Jón Hrafn Barkarson TBR í einliðaleik hnokka. Karolina Prus KR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gústav Nilsson og Jón Hrafn Barkarson TBR og í tvíliðaleik táta unnu Anna Alexandra Petersen og Sara Júlíusdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Jón Hrafn Barkarson og Sara Júlíusdóttir TBR. Jón Hrafn vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik sveina. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR og í tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Í flokki U17 vann Andri Árnason TBR í einliðaleik drengja. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. Ekki var keppt í tvíliðaleik telpna. Í tvenndarleik unnu Elvar Már Sturlaugsson og Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA. Í flokki U19 vann Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH og í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Andri Árnason og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR.

Unglingamót Þórs fór fram í febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Á mótinu, sem var B og C mót, var keppt í flokkum U11 til U19. Keppendur voru 45 frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, KR, TBS, UMFS og UMF Þór. Vegna óveðurs urðu keppendur frá TBS að hætta við þátttöku í mótinu.

Deildakeppnin var haldin í febrúar að vanda. Alls voru 17 lið skráð til leiks. Leiknar voru 40 viðureignir og 320 leikir í keppninni. Íslandsmeistarar félagsliða urðu TBR Demantar. Liðið skipa Kristófer Darri Finnsson, Birkir Steinn Erlingsson, Ívar Oddsson, Daníel Thomsen, Kjartan Pálsson, Sigríður Árnadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir. TBR vann sér með því inn keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða sem fer fram í sumar. TBR <3 varð í öðru sæti, TBR Hvítir hrafnar í þriðja sæti og gestaliðið SABK frá Noregi í því fjórða. TBR/Hamar Sleggjur urðu í fyrsta sæti í A-deild og þar með Íslandsmeistarar í A-deild en TBR/Hamar Sleggjur unnu 4 leiki og töpuðu einum. Lið TBR/Hamars skipa Birgir Hilmarsson, Gunnar Bjarki Björnsson, Haraldur Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Sigurður Ingi Pálsson, Þórhallur Einisson, Bjarndís Helga Blöndal, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Hrund Guðmundsdóttir. Í öðru sæti urðu BH/ÍA Landsbyggðin en þau sigruðu þrjá leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Í þriðja sæti urðu TBR Bjútís og í fjórða sæti TBR Sleggjur. Í fimmta sæti varð BH mafían en TBR/SABK endaði í því sjötta. TBR Marglyttur eru Íslandsmeistarar liða í B-deild en liðið vann í úrslitum BH Nagla 6-2.TBR Marglyttur skipa Bjarni þór Sverrisson, Daníel Ísak Steinarsson, Einar Sverrisson, Elís Þór Dansson, Kjartan Örn Bogason, Ormar Þór Harrason, Andrea Nilsdóttir, Erna Katrín Pétursdóttir og Þórunn Eylands. Í öðru sæti urðu því BH Naglar annað árið í röð, í þriðja sæti TBR/UMFA Hákarlar og í fjórða sæti ÍA. Í fimmta sæti höfnuðu TBR Jaxlar, BH smurfs í því sjötta og BH trimm í sjöunda og síðasta sæti.

Í febrúar tók Kári Gunnarsson þátt í Iran International mótinu sem fór fram í Teheran. Kári fór beint inn í aðalkeppnina en 24 keppendur tóku þátt í forkeppni í einliðaleik karla og spiluðu um átta pláss í aðalkeppninni. Í fyrstu umferð mætti Kári Qasim Mohammed Maaroof Al-Mandalawi frá Írak. Kári vann leikinn auðveldlega 21-4 og 21-9. Í annarri umferð mætti hann Iztok Utrosa frá Slóveníu en honum er raðað númer þrjú inn í mótið. Utrosa er númer 94 á heimslista. Utrosa vann 21-11 og 21-12.

Mars

Íslandsmót unglinga var haldið í TBR í mars. Mótið er innan Dominos unglingamótaraðar og gaf stig á styrkleikalista unglinga. TBR hélt mótið þetta árið í samstarfi við BSÍ. Keppendur voru 193 talsins frá tíu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR, TBS, UMF Skallagrími og UMF Þór. Spilaðir voru 389 leikir. Mótsstjóri var Róbert Henn. Tveir leikmenn náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar; Jón Hrafn Barkarson TBR U13 og Sigríður Árnadóttir TBR U19. Lið TBR var valið prúðasta lið mótsins. Aðrir Íslandsmeistarar eru: U-11 einliðaleikur: Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA. U-11 tvíliðaleikur: Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH. U13 einliðaleikur: Jón Hrafn Barkarson TBR og Karolina Prus KR. U13 tvíliðaleikur: Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árni Arnarson TBR og Katrín Vala Einarsdóttir BH og Lív Karlsdóttir TBR. U13 tvenndarleikur: Jón Hrafn Barkarson og Sara Júlíusdóttir TBR. U15 einliðaleikur: Andri Snær Axelsson ÍA og Andrea Nilsdóttir TBR. U15 tvíliðaleikur: Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR og Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. U15 tvenndarleikur: Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR. U17 einliðaleikur: Davíð Bjarni Björnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir TBR. U17 tvíliðaleikur: Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA og Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR. U17 tvenndarleikur: Davíð Bjarni Björnsson og Harpa Hilmisdóttir TBR. U19 einliðaleikur: Pálmi Guðfinnsson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. U19 tvíliðaleikur: Daníel Jóhannesson og Pálmi Guðfinnsson TBR og Jóna Kristín Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. U19 tvenndarleikur: Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR.

Kári Gunnarsson og Sara Högnadóttir tóka þátt í Alþjóðlega rúmenska mótinu sem fram fór í Timisoara í mars. Keppt var eftir stigakerfi sem Alþjóðlega badmintonsambandið er að prófa en vinna þarf þrjár lotur upp í 11 með tveggja stiga mun. Kári keppti í fyrstu umferð forkeppninnar við Lilan Mihaylov frá Búlgaríu. Kári vann 11-8, 14-12 og 11-9. Í annarri umferð mætti Kári Filimon Collins-Valentine frá Rúmeníu. Kári vann þann leik einnig 11-9, 11-6 og 11-3. Í þriðju umferð keppti Kári við Vincent De Vries frá Hollandi og tapaði 9-11, 7-11 og 7-11. Með því lauk þátttöku Kára í mótinu. Sara keppti einnig í forkeppni einliðaleiks. Í fyrstu umferð atti hún kappi við Ana-Madalina Bratu frá Rúmeníu. Sara vann eftir fjórar lotur 11-3, 11-5, 7-11 og 11-6. Í annarri umferð mætti hún Marie Batomene, sem var raðað númer eitt inn í forkeppni einliðaleiks kvenna. Sara tapaði fyrir henni 6-11, 5-11 og 6-11. Með því lauk þátttöku Söru í mótinu.

Reykjavíkurmót fullorðinna var í mars. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista. Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla og Margrét Jóhannsdóttir TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna. Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR eru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla og Rakel Jóhannesdóttir og Elsa Nielsen TBR í tvíliðaleik kvenna. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik eru Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Atli Jóhannesson varð því tvöfaldur Reykjavíkurmeistari. Í A-flokki sigraði Davíð Phuong TBR í einliðaleik karla og í einlliðaleik kvenna vann Færeyingurinn Brynhild D. Carlsson. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Davíð Phuong og Þorkell Ingi Eriksson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki unnu Helgi Grétar Gunnarsson og Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA. Davíð Phuong er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari. Daníel Ísak Steinarsson TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki og Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR og í tvíliðaleik kvenna í B-flokki eru Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Daníel Ísak Steinarsson er þrefaldur Reykjavíkurmeistari.

Síðasta mót innan Dominosmótaraðar BSÍ fyrir Meistaramót Íslands, Óskarsmót KR, var í mars. Keppt var í flestum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki vann Egill G. Guðlaugsson ÍA einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Ekki var keppt í einliðaleik kvenna í A-flokki. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phuong og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR unnu tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleikinn unnu Davíð Phuong og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Í B-flokki var keppt í einliðaleik karla og kvenna og í tvenndarleik. Einliðaleik karla vann Egill Þór Magnússon Aftureldingu. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA sigraði einliðaleik kvenna. Tvenndarleikinn unnu Elvar Már Sturlaugsson og Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA.

Kári Gunnarsson og Sara Högnadóttir tóku þátt í Alþjóðlega rúmenska mótinu í mars. Þau tóku þátt í forkeppni einliðaleiks. Keppt var eftir stigakerfi sem Alþjóðlega badmintonsambandið er að prófa en vinna þarf þrjár lotur upp í 11 með tveggja stiga mun. Í fyrstu umferð forkeppninnar keppti Kári við Lilan Mihaylov frá Búlgaríu. Kári vann 11-8, 14-12 og 11-9. Í annarri umferð mætti Kári Filimon Collins-Valentine frá Rúmeníu. Kári vann þann leik einnig 11-9, 11-6 og 11-3. Í þriðju umferð keppti Kári við Vincent De Vries frá Hollandi og tapaði 9-11, 7-11 og 7-11. Með því lauk þátttöku Kára í mótinu. Í fyrstu umferð atti Sara kappi við Ana-Madalina Bratu frá Rúmeníu. Sara vann eftir fjórar lotur 11-3, 11-5, 7-11 og 11-6. Í annarri umferð mætti hún Marie Batomene, sem var raðað númer eitt inn í forkeppni einliðaleiks kvenna. Sara tapaði fyrir henni 6-11, 5-11 og 6-11. Með því lauk þátttöku Söru í mótinu.

Kári Gunnarsson tók einnig þátt í Orleans International mótinu í Frakklandi í mars. Hann keppti í forkeppni einliðaleiks karla og mætti í fyrstu umferð Yoann Turlan frá Frakklandi. Turlan vann Kára eftir oddalotu 12-21, 21-18 og 21-15 og með því lauk þátttöku Kára í mótinu.

Evrópukeppni U19 landsliða var haldið í Póllandi í mars. Landslið U19 skipuðu Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir, Harpa Hilmisdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Evrópukeppnin var bæði liða- og einstaklingskeppni. Leikum Íslands lauk svo: Ísland 0 - 5 Þýskaland, Ísland 0 - 5 Pólland, Ísland 1 - 4 Litháen.

Apríl

U17 landslið Íslands hélt til Belgíu til keppni á VICTOR OLVE mótinu í byrjun apríl. Landsliðið skipuðu Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir TBR, Margrét Nilsdóttir TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Spilað var í þriggja manna riðlum í einliðaleik og svo í útsláttarkeppni en í hreinum útslætti í tvíliða- og tvenndarleik.

Í apríl fór Meistaramót Íslands fram í TBR húsinu við Gnoðarvog. Mótið var hluti af Dominosmótaröð BSÍ og gaf stig á styrkleikalista. Til keppni voru skráðir 140 leikmenn frá átta félögum, Aftureldingu, BH, Harmi, ÍA, KR, TBR, Samherjum og UMF Þór. Flestir keppendur komu úr TBR eða 79 en næst fjölmennastir voru BH-ingar sem voru 24 talsins. Íslandsmeistarar í meistaraflokki urðu: Í einliðaleik Kári Gunnarsson TBR og Tinna Helgadóttir TBR. Í tvíliðaleik Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR og Drífa Harðardóttir og Tinna Helgadóttir ÍA/TBR. Í tvenndarleik: Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Íslandsmeistarar í A-flokki urðu: Róbert Ingi Huldarsson BH og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik: Hans A. Hjartarson og Haraldur Guðmundson TBR og Guðríður Þóra Gísladóttir og Sigrún Einarsdóttir TBR. Í tvenndarleik: Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR. Íslandsmeistarar í B-flokki urðu: Í einliðaleik: Sigurður Eðvarð Ólafsson BH og Andrea Nilsdóttir TBR. Í tvíliðaleik: Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR og Andrea Nilsdóttir og Þórunn Eylands TBR. Í tvenndarleik: Sigurður Eðvarð Ólafsson og Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH. Íslandsmeistari í einliðaleik í Æðstaflokki var Reynir Guðmundsson KR. Í tvenndarleik: Eggert Þorgrímsson og Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir TBR. Íslandsmeistari í einliðaleik í Heiðursflokki var Gunnar Bollason TBR og í tvíliðaleik Hannes Ríkarðsson og Kjartan Nielsen.

Maí

Ísland tók þátt í Sudirman Cup, heimsmeistaramóti landsliða, sem var haldið í Kína í maí. Landsliðið skipuðu Atli Jóhanesson, Daníel Thomsen, Kári Gunnarsson, Margrét Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir og Sigríður Árnadóttir. Þau eru öll í TBR. Leikum Íslands lauk svo: Ísland 3 - 2 Nígería, Ísland 1 - 4 Filippseyjar, Ísland 3 - 1 Ísrael.

Kristján Daníelsson formaður BSÍ sat ársþing Alþjóða badmintonsambandsins í Kína í maí.

Egill Guðlaugsson fór á vegum Badmintonsambandsins á þjálfaranámskeið í Svíþjóð í maí. Námskeiðið var haldið af Badminton Europe og hefur hann því lokið fyrsta stigs þjálfaraprófi á því námskeiði.

Kári Gunnarsson tók þátt í forkeppni Alþjóðlega spænska mótsins í maí. Hann keppti í fyrsta leik á móti Jordy Hilbink frá Hollandi en hann hefur keppt á Iceland International undanfarin ár. Hilbink var raðað númer 16 inn í forkeppnina og hann er í 177. sæti heimslistans. Kári tapaði fyrir honum 12-21 og 13-21 og lauk þar með þátttöku í mótinu. Kári var á þessum tíma númer 397 á heimslista.

Færeyingar buðu fjórum íslenskum leikmönnum til Færeyja en það var liður í æfingu þeirra fyrir Eyjaleikana á Jersey í júní. Frímann Ari Ferdinandsson landsliðsþjálfari valdi fjóra leikmenn til ferðarinnar; Daníel Jóhannesson TBR, Davið Bjarni Björnsson TBR, Davíð Phuong TBR og Pálmi Guðfinnsson TBR. Badmintonsamband Íslands þakkar Færeyingum fyrir þetta góða boð.

Júní

Margrét Jóhannsdóttir tók þátt í Alþjóðlega litháenska mótinu. Hún mætti í fyrsta leik Vimala Heriau frá Frakklandi. Margrét tapaði 21-12 og 21-19 og lauk þar með þátttöku í mótinu.

TBR tók þátt í í Evrópukeppni félagsliða í júní en keppnin fór fram í Tours í Frakklandi.

Evrópuleikarnir fóru fram í Baku í Azerbaijan í fyrsta sinn. Þeir verða haldnir annað hvort ár framvegis. Tveir íslenskir leikmenn unnu sér inn þátttökurétt á leikunum, Kári Gunnarsson og Sara Högnadóttir. Þau stóðu sig mjög vel og unnu bæði einn leik í riðlunum sem þau kepptu í.

Júlí

Sumarskóli Badminton Europe fór að þessu sinni fram í Slóveníu. Fjórir þátttakendur fóru frá Íslandi, Jóhannes Orri Ólafsson KR, Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu, Símon Orri Jóhannsson ÍA og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Irena Rut Jónsdóttir ÍA fór með hópnum sem fararstjóri. Alls tóku 45 leikmenn þátt í skólanum auk 22 þjálfara sem sóttu þjálfaranámskeið á sama tíma.

Ágúst

Nordic Camp æfingabúðirnar fóru fram á Íslandi í ágúst. Fyrir hönd Íslands tóku þátt Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Erna Katrín Pétursdóttir TBR og Halla María Gústafsdóttir BH. Hrund Guðmundsdóttir þjálfari Hamars fór á þjálfaranámskeið sem var haldið meðfram búðunum sem og Þorkell Ingi Eriksson þjálfari BH. Yfirþjálfari var James Barclay frá Englandi. Við þökkum ÍA kærlega fyrir að halda þessar æfingabúðir en það gerðu þau af stakri prýði.

North Atlantic æfingabúðirnar, fyrir afreksspilara í badminton U13 til U17, voru í ágúst í Narsaq á Grænlandi. Íslensku þátttakendurnir voru Gústav Nilsson TBR, Davíð Örn Harðarson ÍA, Lív Karlsdóttir TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Einar Sverrisson TBR, Una Hrund Örvar BH, Daníel Ísak Steinarsson TBR og Þórunn Eylands TBR. Meðfram æfingabúðunum var þjálfaranámskeið sem Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR sátu ásamt þjálfurum frá Færeyjum og Grænlandi. Yfirþjálfari búðanna var Rune Svenningsen landsliðsþjálfari Grænlands en hann þjálfar jafnframt í Aarhus í Danmörku.

September

Kári Gunnarsson, sem æfði í Mexíkó á haustönn og keppti víðs vegar um Suður-Ameríu tók þátt í Alþjóðlega mótinu í Guatemala í september. Hann hóf leik í forkeppninni og vann sig inn í aðalkeppnina. Þar mættir hann Misha Zilbermann frá Ísrael en honum var raðað númer tvö inn í einliðaleik karla. Kári tapaði fyrir honum 17-21 og 12-21.

Kári tók einnig þátt í Alþjóðlega mexíkóska mótinu í september. Hann mætti þar Andrea Ramirez frá Mexíkó í fyrsta leik og vann hann auðveldlega 21-7 og 21-10. Í annarri umferð keppti hann á móti Ygor Coelho Oliveira frá Brasilíu og tapaði fyrir honum eftir oddalotu 18-21, 21-16 og 15-21 og lauk þar með keppni í mótinu.
Þá keppti Kári í Alþjóðlega kolombíska mótinu í september. Hann fór beint inn í aðalkeppnina og mætti í fyrsta leik Martin Giuffre frá Kanada en honum var raðað númer þrjú inn í einliðaleik karla. Kári tapaði eftir oddalotu 15-21, 21-15 og 12-21 og lauk þar með keppni.

Fyrsta mót Dominos mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var í september. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik. Kristófer Darri Finnson TBR bar sigur úr bítum í karlaflokki og Margrét Jóhannsdóttir TBR í kvennaflokki.

Annað mót Dominos mótaraðar BSÍ, Haustmót KR, var einnig í september. Mótið var tvíliða- og tvenndarleiksmót og keppt var í öllum flokkum. Í meistaraflokki unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnson TBR í tvíliðaleik karla og í tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigruðu Atli Tómasson og Vignir Haraldsson TBR í tvíliðaleik karla og í tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands TBR. Í tvenndarleik unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Í B-flokki karla unnu Egill Magnússon og Hallur Helgason Aftureldingu. Í tvíliðaleik kvenna unnu Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik unnu Elís Þór Dansson TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu.

Í september stóð Badmintonsambandið fyrir þjálfaranámskeiði. Kennarar á námskeiðinu voru Kenneth Larsen og Claus Poulsen en báðir hafa starfað sem landsliðsþjálfarar Dana í badminton auk þess sem Kenneth var landsliðsþjálfari Íslands. Námskeiðið fjallaði um taktík í tvíliðaleik og þjálfun og fór fram í fyrirlestraformi og á vellinum í verklegum æfingum. Unglingalandsliðshópar tóku þátt í námskeiðinu en námskeiðið sátu flestir badmintonþjálfarar landsins. Þá voru Kenneth og Claus einnig með námskeið fyrir foreldra og fjölluðu þar um hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að setja sér markmið og fá sem besta upplifun af íþróttinni.
Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR í september. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins. Fimm keppendur, Jón Hrafn Barkarson TBR (U13), Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR (U13), Brynjar Már Ellertsson ÍA (U15), Þórunn Eylands TBR (U17) og Kristófer Darri Finnsson TBR (U19), unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik. Þrír einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Andrea Nilsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvíliðaleik, Daníel Ísak Steinarsson TBR (U17) í einliða- og tvíliðaleik og Einar Sverrisson TBR (U17) í tvíliða- og tvenndarleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í tvíliðaleik: Magnús Daði Eyjólfsson KR (U15), Lív Karlsdóttir TBR (U15), Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA (U17), Margrét Nilsdóttir TBR (U19) og Davíð Bjarni Björnsson TBR (U19). Í tvenndarleik: Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS (U15).

Heimsmeistaramót öldunga (senior) fór framí Helsingborg í Svíþjóð í september. Átta íslenskir keppendur tóku þátt; Sævar Ström, Njörður Ludvigsson, Indriði Björnsson, Tryggvi Nielsen, Broddi Kristjánsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Elsa Nielsen og Vigdís Björk Ásgeirsdóttir. Þau spila öll með TBR. Lengst í mótinu komust Broddi Kristjánsson og Elsa Nielsen en bæði komust þau í undanúrslit í einliðaleik í sínum aldursflokkum.

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var einnig í september. Í meistaraflokki vann Atli Jóhannesson TBR í einliðaleik karla og Margrét Jóhannsdóttir í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR. Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í tvenndarleik sigurðu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Sigurður Eðvarð Ólafsson BH í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR.

Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson TBR. Andrea Nilsdóttur og Erna Katrín Pétursdóttir TBR unnu tvíliðaleik kvenna. Í tvenndarleik sigruðu Einar Sverrisson pg Þórunn Eylands TBR. Í B-flokki vann Eysteinn Högnason TBR einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna vann Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Í tvenndarleik unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu.

Október

Unglingamót KA var haldið í október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands. Í flokki U11 vann Sindri Sigurðarson Samherjum í flokki snáða og ekki var keppt í flokki U11 snóta. Í flokki U13 vann Jón Hrafn Barkarson TBR í einliðaleik hnokka og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik táta. Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árni Arnarsson TBR unnu tvíliðaleik hnokka og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR í tvíliðaleik táta. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Jón Hrafn Barkarson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Jón Hrafn og Júlíana Karitas unnu því bæði þrefalt á mótinu. Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA í einliðaleik hnokka og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS vann einliðaleik meyja. Tvíliðaleik sveina unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR og tvíliðaleik meyja unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH. Tvenndarleik í flokki U15 unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Brynjar Már vann þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR í einliðaleik drengja og Þórunn Eylands TBR í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR og tvíliðaleik telpna unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Daníel Ísak vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik pilta og í einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Sigurvegarar í tvíliðaleik stúlkna urðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Kristófer Darri vann því tvöfalt á mótinu.

Undirritaður var í október áframhaldandi samstarfssamningur milli Dominos og Badmintonsambandsins. Dominos verður áfram aðalstyrktaraðili Badmintonsambands Íslands næsta árið og munu báðar mótaraðir BSÍ, fullorðins- og unglingamótaraðirnar, bera nafn Dominos.

Fjórða mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var í október. Kristófer Darri Finnsson TBR sigraði einliðaleik karla og Margrét Jóhannsdóttir TBR vann einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu systkinin Daníel og Rakel Jóhannesbörn TBR. Í A-flokki sigraði Pétur Hemmingsen TBR í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Haraldur Guðmundsson og Jón Sigurðsson TBR. Í tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Tvenndarleikinn unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Eysteinn Högnason TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH vann í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Garðar Hrafn Benediktsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Ingibjörg Sóley vann þrefalt á mótinu.
Kári Gunnarsson tók þátt í Alþjóðlega mótinu í Chile í október. Hann átti ekki gott mót þar og tapaði fyrir Matej Hlinican frá Slóvakíu eftir oddalotu 21-19, 16-21 og 17-21.

Kári tók einnig þátt í Alþjóðlega brasilíska mótinu í október. Hann mætti þar í fyrstu umferð Coelho De Oliveira frá Brasilíu en sá hinn sami sló hann út úr mexíkóska mótinu í september. Kári tapaði aftur fyrir honum, nú 18-21 og 11-21 og lauk með því keppni í mótinu.

Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands. Í flokki U13 vann Stefán Árni Arnarsson TBR í einliðaleik hnokka og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Hákon Daði Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH og í tvíliðaleik táta unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristian Óskar Sveinbjörnsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH. Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA í einliðaleik sveina og Erna Katrín Pétursdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR. Í tvíliðaleik meyja unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH. Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Brynjar Már vann þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Einar Sverrisson TBR í einliðaleik drengja og í einliðaleik telpna vann Þórunn Eylands TBR. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR. Sigurvegarar í tvíliðaleik telpna voru Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR. Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik pilta og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Kristófer Darri Finnsson vann þrefalt á þessu móti.

Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir sat fund hjá Badmintonsamböndum allra Norðurlandanna en hann var haldinn í Færeyjum í október.

Nóvember

U19 landslið Íslands fór til Lima í Perú og tók þátt í heimsmeistaramóti U19 landsliða og einstaklinga. Landsliðið skipuðu Alda Karen Jónsdóttir, Arna Karen Jóhannsdóttir, Kristófer Darri Finnsson og Pálmi Guðfinnsson. Þau eru öll í TBR en Alda Karen er búsett í Noregi. Auk þeirra fóru Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari og Freyja Rut Emilsdóttir fararstjóri. Leikjum Ísland lauk með eftirfarandi hætti: Ísland 0 - 5 Svíþjóð, Ísland 0 - 5 England, Ísland 0 - 5 Tævan, Ísland 1 - 4 Slóvenía, Ísland 3 - 0 Venesúela, Ísland 3 - 0 Kosta Ríka, Ísland 3 - 1 Ítalía.

Meistaramót BH var í nóvember. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki stóð Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna sigraði Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Pétur Hemmingsen einliðaleik karla og einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Egill Sigurðsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri. Í tvíliðaleik kvenna unnu Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Eysteinn Högnason TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA vann í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR en tvíliðaleik kvenna unnu Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Garðar Hrafn Benediktsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH.

Unglingamót Aftureldingar var haldið í nóvember að vanda. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Gústav Nilsson TBR í einliðaleik hnokka og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Hákon Daði Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH og í tvíliðaleik táta unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Steinþór Emil Svavarsson og Lilja Berglind Harðardóttir BH. Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA í einliðaleik sveina og Halla María Gústafsdóttir BH vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR. Í tvíliðaleik meyja unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Brynjar Már vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR í einliðaleik drengj og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Daníel Ísak vann þrefalt á mótinu. Í flokki U19 vann Atli Tómasson TBR í einliðaleik pilta og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH. Tvíliðaleik stúlkna unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik í flokki U19 unnu Atli Tómasson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR.

SET-mót KR var haldið í nóvember. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í meistaraflokki vann Kári Gunnarsson TBR í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna vann Sara Högnadóttir TBR. Í tvíliðaleik karla unnu Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Snjólaug Jóhannsdóttir. Í A-flokki var keppt í einliðaleik karla og kvenna og í tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn vann Pétur Hemmingsen og einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Vignir Haraldsson TBR. Andri Pétur Magnússon KR vann í einliðaleik karla í B-flokki og í einliðaleik kvenna vann Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Tvíliðaleik karla unnu Egill Magnússon og Hallur Helgason Aftureldingu. Tvíliðaleik kvenna unnu Erla Rós Heiðarsdóttir og Sigríður Theodóra Eiríksdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu.

Tveir íslenskir leikmenn tóku þátt í Alþjóðlega norska mótinu í nóvember, Sara Högnadóttir og Jóhannes Orri Ólafsson en hann er búsettur í Noregi. Jóhannes Orri keppti í forkeppni einliðaleiks karla gegn Carl Christian Hem frá Noregi og tapaði 10-21 og 10-21. Hann keppti einnig í tvíliðaleik ásamt félaga sínum Ole Herman Imset gegn Jin Junyu og Douglas Lidman frá Svíþjóð. Jóhannes Orri og Hem töpuðu 7-21 og 7-21. Sara Högnadóttir lék einliðaleik gegn Sofie Holmboe Dahl frá Danmörku en henni er raðað númer sex inn í greinina. Sara tapaði 12-21 og 12-21.

Formannafundur Badmintonsambands Íslands var haldinn í nóvember. Fundurinn var góður vel sóttur. Farið var yfir fjármál sambandsins og áætlanir fyrir 2015 og 2016. Þá var tekið fyrir „hvað virkar í útbreiðslumálum" og mótareglur.

Fundur um landsliðsmál var haldinn í nóvember og var fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Þar var nýr landsliðsþjálfari kynntur til sögunnar.

Desember

Tinna Helgadóttir tók við sem landsliðsþjálfari í badminton. Helgi Jóhannesson er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Tinna er búsett í Danmörku og spilar þar með Værløse 2 sem er í fyrstu deildinni í Danmörku. Ferill Tinnu í badminton er glæsilegur: Fjórtánfaldur Íslandsmeistari; fjórum sinnum í einliðaleik, þrisvar í tvíliðaleik og sjö sinnum í tvenndarleik. Hún hefur leikið 51 landsleik fyrir hönd Íslands og var meðlimur A-landsliðs þegar Ísland vann gull á EM B-þjóða í badminton á Íslandi. Tinna varð danskur meistari með Greve 2010 og brons 2008. Hún er íþróttafræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla en hún hefur jafnframt gráðurnar DBF3 badmintonþjálfari og Diplomþjálfari frá Aalborg Sportshøjskole. Þá er hún að klára Idrættens Trænerakademi frá Danmarks Idrætsforbund. Tinna hefur starfað sem talentþjálfari hjá Greve Badmintonklub 2008-2010, talentþjálfari hjá Værløse Badmintonklub 2010-2012 og yfirþjálfari unglingadeildar Værløse Badmintonklub frá 2012. Helgi Jóhannesson hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari í einliðaleik, 10 sinnum í tvíliðaleik og tvisvar í tvenndarleik. Hann hefur jafnframt tekið námskeið í þjálfun í badminton auk námskeiðs í Danmörku á sviði afreksþjálfunar. Helgi hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár.

Dregið var í happdrætti Badmintonsambands Íslands í desember. Vinningar voru 30 talsins. Hægt er að nálgast vinningsnúmerin á heimasíðu sambandsins. BSÍ þakkar öllum þeim sem seldu miða fyrir sambandið og þeim sem keyptu miða kærlega fyrir stuðninginn.

Jólamót unglinga var haldið í dag í TBR. Eingöngu var keppt í einliðaleik í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Stefán Árni Arnarsson TBR í flokki hnokka og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR í flokki táta. Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA í flokki sveina og Anna Alexandra Petersen TBR sigraði í flokki meyja. Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í flokki drengja og Þórunn Eylands TBR vann í flokki telpna. Í flokki U19 sigraði Kristófer Darri Finnsson TBR í flokki pilta og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR vann í flokki stúlkna.

Æfingabúðir, landsliðsæfingar og mælingar á landsliðsfólki voru þónokkrar á árinu. Æfinga voru fyrir alla landsliðshópa um jólin, U11, U13, U15, U17, U19 og A-landslið. Æfingarnar voru frá 21. desember til 23. desember og frá 26. desember til 30. desember. Þetta voru fyrstu æfingarnar sem Tinna Helgadóttir, nýráðinn landsliðsþjálfari, sá um.

Á árinu spiluðu sex íslenskir badmintonspilarar í Danmörku en á haustönninni spiluðu fjórir leikmenn í dönsku deildunum. Tinna Helgadóttir, nýráðinn landsliðsþjálfari spilar með Værløse 2 í fyrstu deild, Magnús Ingi Helgason spilar með Drive í þriðju deild. Drífa og Ragnar Harðarbörn spila með Taastrup Elite sem er í þriðju deild. Hægt er að fylgjast með gengi Íslendinganna sem spila erlendis á heimasíðu Badmintonsambandsins, www.badminton.is.

Auk ofangreindra viðburða á árinu 2015 fóru fram tugir badmintonmóta á vegum aðildarfélaga BSÍ.
Framundan er nýtt ár með nýjum og krefjandi verkefnum fyrir badmintonfólk um allt land. Ljóst er að á

Skrifađ 31. desember, 2015
mg