Úrslit Jólamóts unglinga

Jólamót unglinga var haldið í dag í TBR. Eingöngu var keppt í einliðaleik í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga.

Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Stefán Árni Arnarsson TBR í úrslitum Gústav Nilsson TBR eftir oddalotu 21-23, 21-17 og 21-18 í flokki hnokka. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA í úrslitum í flokki táta 21-10 og 21-11.

Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA Andra Broddason TBR í úrslitum 21-11 og 21-13 í flokki sveina. Anna Alexandra Petersen TBR sigraði Unu Hrund Örvar BH í úrslitum í flokki meyja eftir oddalotu 21-17, 11-21 og 21-18.

Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR Daníel Ísak Steinarsson TBR í úrslitum 21-16 og 21-16 í flokki drengja. Þórunn Eylands TBR vann í einliðaleik telpna en keppt var í riðli í greininni.

Í flokki U19 sigraði Kristófer Darri Finnsson TBR í úrslitum Pálma Guðfinnsson TBR 21-7 og 21-9 í flokki pilta. Arna Karen Jóhannsdóttir TBR vann í flokki stúlkna en keppt var í riðli í flokknum.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Jólamóti unglinga.

Næsta mót á Dominos unglingamótaröðinni er RIG helgina 23. - 25. janúar 2016.

Skrifađ 19. desember, 2015
mg