Ragna komin Ý 8-li­a ˙rslit Ý SvÝ■jˇ­

Ragna Ingólfsdóttir sigraði sænsku stúlkuna Anastasia Kudinova í sextán liða úrslitum alþjóðlega badmintonmótsins Swedish International Stockholm sem fram fer í Taby um helgina. Leikurinn fór 21-15 og 21-19.

Ragna mun því leika í átta liða úrslitum í fyrramálið kl. 9.30 að íslenskum tíma gegn Olga Konon frá Hvíta Rússlandi. Olga er á svipuðum slóðum og Ragna á heimslistanum og því má búast við hörku viðureign á morgun.

Smellið hér til að skoða niðurröðun, tímasetningar og úrslit Swedish International Stockholm.

Skrifa­ 25. jan˙ar, 2008
ALS