Magnús Ingi spilar nú með Drive sem er á toppi riðilsins í 3. deild

Magnús Ingi sem spilaði með Drive 2 hefur nú skipt og spilar með fyrsta liði Drive. Liðið spilar í þriðju deild en spilað er í fjórum riðlum í deildinni. Drive mætti Odense OBK 3 um helgina og burstaði andstæðinga sína 13-0.

Magnús Ingi spilaði annan tvenndarleik og þriðja tvíliðaleik fyrir lið sitt.

Tvenndarleikinn lék hann með Katrine Kristensen gegn Andreas Basset og Jeanetta Lund. Magnús og Kristensen unnu 21-12 og 21-13. Tvíliðaleikinn lék hann með Thore Møller-Haastrup. Þeir mættu Simon Ledderer og Thomas Ebdrup og unnu þá örugglega 21-12 og 21-11.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Drive og Odense OBK 3.

Drive er á toppi riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur Drive er laugardaginn 19. desember gegn Charlottenlund.

Skrifað 9. desember, 2015
mg