Kári gaf leikinn í Ameríku vegna meiđsla

Kári tók þátt í K&D Graphics mótinu í L.A. í Bandaríkjunum í gær. Hann fór beint inn í aðalkeppnina og mætti í fyrstu umferð Pedro Martins frá Portúgal.

Kári, sem meiddist á hné á æfingu á föstudaginn í Orlando, þurfti að gefa leikinn. Hann reyndi að leika leikinn en gat illa stigið fram í hægri fótinn. Fyrri lotan fór 21-6 fyrir Martins og svo gaf Kári leikinn í stöðunni 13-8 í seinni lotu.

Samkvæmt sjúkraþjálfara mun það taka Kára um það bil tvær vikur að ná sér.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á K&D Graphics mótinu.

Skrifađ 8. desember, 2015
mg