Tinna og Magnús Ingi ekki áfram í tvenndarleik

Systkinin Tinna og Magnús Ingi Helgabörn töpuðu tvenndarleik sínum í annari umferð alþjóðlega badmintonmótsins Swedish International Stockholm sem fram fer í Taby um helgina. Þau mættu belgískum pari sem er með fyrstu röðun í mótinu og þar með talin líklegust til að standa upp sem sigurvegarar. Fyrri lotan var mjög jöfn þar sem Belgarnir mörðu sigur 21-19 en seinni lotuna unnu þau nokkuð örugglega 21-13.

Fyrr í dag sigruðu þau Magnús Ingi og Tinna annað belgískt par með yfirburðum. Magnús Ingi og Tinna hafa nú lokið keppni á mótinu.

Kl. 17.45 í dag leikur Ragna Ingólfsdóttir í annari umferð einliðaleiks kvenna þar sem hún mætir sænsku stúlkunni Anastasia Kudinova.

Smellið hér til að fylgjast með niðurröðun, tímasetningum og úrslitum Swedish International Stockholm.

Skrifað 25. janúar, 2008
ALS