Kári keppir í Ameríku

Kári Gunnarsson tók þátt í Alþjóðlega Yonex USA mótinu sem fer fram í Orlando í Bandaríkjunum þessa dagana.

Kári keppti í einliðaleik karla og mætti í fyrsta leik Matej Hlinican frá Slóvakíu. Kári vann hann eftir oddalotu 4-21, 21-9 og 21-10.

Í annarri umferð mætti hann Hsu Jen Hao frá Tævan en honum var raðað númer tvö inn í greinina. Kári beið í lægra haldi fyrir honum og tapaði 15-21 og 11-21. Með því lauk hann þátttöku í mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Yonex USA International.

Kári keppir næst í 2015 K&D Graphics Grand Prix mótinu í Los Angeles sem fer fram í næstu viku.

Skrifađ 2. desember, 2015
mg