Úrslit SETmóts KR

SETmót KR var í gær, sunnudag. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Í meistaraflokki vann Kári Gunnarsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Kristófer Darra Finnsson TBR 21-5 og 21-9. Í tvíliðaleik karla unnu Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Kristófer Darra Finnsson og Davíð Bjarna Björnsson TBR eftir æsispennandi oddalotu 21-18, 20-22 og 23-21. Einliðaleik kvenna vann Sara Högnadóttir TBR. Hún vann í úrslitum Önnu Margréti Guðmundsdóttur BH 21-17 og 21-8. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Egil Guðlaugsson og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH eftir oddalotu 21-18, 13-21 og 21-8.

Í A-flokki var keppt í einliðaleik karla og kvenna og í tvíliðaleik karla. Einliðaleikinn vann Pétur Hemmingsen TBR sem vann Atla Tómasson TBR í írslitum eftir oddalotu 21-14, 16-21 og 21-18. Einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR sem vann Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 22-20 og 21-18. Tvíliðaleik karla unnu Atli Tómasson og Vignir Haraldsson TBR sem unnu Alexander Huang og Mahn Duc Pham TBR eftir oddalotu 23-21, 18-21 og 21-16.

Andri Pétur Magnússon KR vann í einliðaleik karla í B-flokki eftir að hafa sigrað Egil Magnússon Aftureldingu í úrslitum sem endaði í oddalotu 18-21, 21-18 og 21-12. Einliðaleik kvenna vann Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en hún vann Karolinu Prus KR 21-16 og 21-11 í úrslitum. Tvíliðaleik karla unnu Egill Magnússon og Hallur Helgason Aftureldingu en keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik kvenna unnu Erla Rós Heiðarsdóttir og Sigríður Theodóra Eiríksdóttir BH en þær unnu Berglindi Magnúsdóttur og Karolinu Prus KR eftir oddalotu 19-21, 21-8 og 8-21. Tvenndarleikinn unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Það var keppt í riðli í greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á SETmóti KR.

Þetta var síðasta fullorðinsmót innan mótaraðar BSÍ á árinu en fyrsta mót nýs árs er Meistaramót TBR sem fer fram helgina 2. - 3. janúar 2016.

Skrifađ 30. nóvember, 2015
mg