Úrslit Unglingamóts Aftureldingar

Unglingamót Aftureldingar var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Gústav Nilsson TBR í úrslitum Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH 21-8 og 21-8 í einliðaleik hnokka. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA í úrslitum 21-7 og 21-8 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Hákon Daði Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH Gústav Nilsson og Guðmund Hermann Lárusson TBR í úrslitum 21-15 og 21-15. Í tvíliðaleik táta unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR í úrslitum Karen Guðmundsdóttur BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-19 og 21-15. Í tvenndarleik unnu Steinþór Emil Svavarsson og Lilja Berglind Harðardóttir BH en þau sigruðu í úrslitum Tristan Sölva Jóhannsson og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-6 og 21-9.

Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA í úrslitum Andra Broddason TBR 21-12 og 21-10 í einliðaleik sveina. Halla María Gústafsdóttir BH vann í úrslitum Karolinu Prus KR 21-14 og 22-20 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR en þeir unnu í úrslitum Andra Broddason og Baldur Einarsson TBR 21-11 og 21-7. Í tvíliðaleik meyja unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA í úrslitum Sigríði Ásu Guðmarsdóttur og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS eftir oddalotu 18-21, 21-12 og 21-13. Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Þau unnu í úrslitum Davíð Örn Harðarson og Kötlu Kristínu Ófeigsdóttur ÍA 22-20 og 22-20. Brynjar Már vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U17 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR en hann vann í úrslitum Elís Þór Dansson TBR 21-17 og 21-18 í einliðaleik drengja. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA vann í einliðaleik telpna en hún mætti í úrslitum Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS og vann 21-11 og 21-7. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR Bjarna Þór Sverrisson og Eystein Högnason TBR í úrslitum eftir oddalotu 16-21, 23-21 og 21-18. Í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA Sigríði Ásu Guðmarsdóttur og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS eftir oddalotu 18-21, 21-12 og 21-13. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR eftir sigur á Einari Sverrissyni og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 21-13, 16-21 og 23-21. Daníel Ísak vann þrefalt á mótinu.

Í flokki U19 vann Atli Tómasson TBR Sigurð Eðvarð Ólafsson BH í úrslitum eftir æsispennandi oddalotu 19-21, 21-15 og 23-21 í einliðaleik pilta. Margrét Dís Stefánsdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna en keppt var í riðli í greininni. Í tvíliðaleik pilta unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH. Keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik stúlkna unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Þær unnu Elvu Karen Júlíusdóttur UMF Þór og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR 21-6 og 21-14. Í tvenndarleik í flokki U19 unnu Atli Tómasson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR en þau unnu Elvar Má Sturlaugsson og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur eftir oddalotu 21-14, 24-26 og 21-11.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti Aftureldingar. Næsta mót á Dominos unglingamótaröðinni er Jólamót unglinga 19. desember næstkomandi.

Skrifað 23. nóvember, 2015
mg