Unglingamót Aftureldingar er um helgina

Unglingamót Aftureldingar verður um helgina í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Mótið hefst klukkan 9 á laugardag með leikjum í flokki U13.

Mótið er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista unglinga.

Keppendur í mótinu eru 121 talsins frá níu félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR, TBS, Samherjum, UMF Skallagrími og UMF Þór í Þorlákshöfn.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 19. nóvember, 2015
mg