Værløse 2 heldur sér í fjórða sæti þrátt fyrir tap

Tinna Helgadóttir spilar í vetur með Værløse 2 en liðið spilar í fyrstu deildinni í Danmörku. Liðið mætti Solrød Strand 2 í fimmta leik vetrarins. Værløse 2 tapaði 6-7.

Tinna spilaði fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt.

Tvenndarleikinn lék hún með Rene Mattisson gegn Theis Christiansen og Maja Rindshøj. Tinna og Mattisson unnu eftir æsispennandi oddalotu 21-15, 10-21 og 25-23. Tvíliðaleikinn lék Tinna með Anna Thea Madsen gegn Johanna Magnusson og Emma Karlsson. Tinna og Madsen unnu eftir oddalotu 15-21, 21-11 og 21-6.

Værløse2 vann einnig seinni tvenndarleikinn, báða einliðaleiki kvenna og seinni tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Værløse2 og Solrød Strand 2.


Eftir fimmtu umferð er Værløse 2 áfram í fjórða sæti deildarinnar með átta stig. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsti leikur Værløse2 er gegn Aalborg Triton þriðjudaginn 8. desember.

Skrifað 17. nóvember, 2015
mg