Magnús Ingi og Daniel töpuðu naumlega

Þeir Magnús Ingi Helgason og Daniel Magee töpuðu naumlega fyrir danska parinu Peter Mork og Niklas Hoff á alþjóðlega mótinu Swedish International Stockholm sem fram fer í Taby um helgina. Fyrstu lotuna sigruðu Danirnir 21-16 og þá næstu mörðu þeir Magnús Ingi og Daniel 22-20. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit þar sem Danirnir sigruðu í jöfnum leik 21-19.

Magnús Ingi og Daniel hafa því lokið keppni í tvíliðaleik en þeir höfðu áður sigrað tvö pör í undankeppni mótsins sem fram fór í gær.

Næsti leikur Íslendinganna er tvenndarleikur þeirra Tinnu og Magnúsar Inga sem hefst kl. 16.20.

Smellið hér til að skoða niðurröðun, tímasetningar og úrslit Swedish International Stockholm.

Skrifað 25. janúar, 2008
ALS