Taastrup Elite vann Fredriksberg örugglega

Fimmti leikur dönsku þriðju deildarinnar var um helgina. Systkinin Drífa og Ragnar Harðarbörn spila með Taastrup Elite en liðið leikur í riðli fjögur í þriðju deild. Í deildinni eru fjórir riðlar. Taastrup Elite mætti í þessum leik Fredriksberg og rótburstaði 11-2.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Ragnar lék þriðja tvíliðaleik karla og annan tvenndarleik.

Tvenndarleikinn lék Drífa með Thomas Laybourn en þau mættu Jacob Bang Marcussen og Michelle Hansen og unnu 21-9 og 21-7. Tvíliðaleikinn lék hún með Katrine M. Hansen gegn Michelle Hansen og Stine Selling Hansen. Drífa og Hansen unnu 21-17 og 21-15.

Ragnar lék tvíliðaleik með Gergin Nedyalkov gegn Jacob Bang Marcussen og Nikolaj Falstie Jensen. Ragnar og Nedyalkov töpuðu 17-21 og 19-21. Ragnar lék svo tvenndarleik með Mette Ring en þau mættu Tomas Klement Jensen og Brynhild D. Carlsson og unnu 21-16 og 21-16.

Taastrup Elite allar viðureignir nema fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Fredriksberg.

Eftir fimmtu umferð er Taastrup Elite áfram í öðru sæti með tólf stig, jafnmörg Solrød Strand 4 sem er í fyrsta sæti. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 5. desember næstkomandi gegn Solrød Stand 4.

Skrifađ 17. nóvember, 2015
mg