Sara hefur lokið keppni í Noregi

Sara Högnadóttir lék einliðaleik á Alþjóðlega norska mótinu í dag. Leikurinn var gegn Sofie Holmboe Dahl frá Danmörku en henni er raðað númer sex inn í greinina. Sara tapaði 12-21 og 12-21 og hefur því lokið keppni á mótinu.

Sara hafði þetta um leikinn að segja: „Leikurinn i heildina var kaflaskiptur. Spilaði vel fyrri helming beggja lotna, 11-8 og 11-10, átti i erfiðleikum með hraða á kúlum sem gerði það að verkum að ég varð óöruggari með höggin fyrir aftan þegar ég fór að slá útaf. Netspilið gekk vel, enda reyndi hún að halda mér frá netinu þegar leið á leikinn. Fékk flest stig úr krossum og stuttum við netið".
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega norska mótinu.

Skrifað 13. nóvember, 2015
mg