Tveir íslenskir keppendur á Alþjóðlega norska mótinu

Alþjóðlega norska mótið hófst í dag með forkeppni. Tveir íslenskir leikmenn taka þátt í mótinu, Sara Högnadóttir sem fór beint inn í aðalkeppnina, og Jóhannes Orri Ólafsson, sem er búsettur í Noregi.

Jóhannes Orri keppti í forkeppni einliðaleiks karla gegn Carl Christian Hem frá Noregi og tapaði 10-21 og 10-21. Hann keppti einnig í tvíliðaleik ásamt félaga sínum Ole Herman Imset gegn Jin Junyu og Douglas Lidman frá Svíþjóð. Jóhannes Orri og Hem töpuðu 7-21 og 7-21. Þetta er fyrsta mót Jóhannesar Orra innan mótaraðar Badminton Europe en hann er einungis 16 ára.

Sara keppir á morgun í einliðaleik gegn Sofie Holmboe Dahl frá Danmörku en henni er raðað númer sex inn í keppnina. Dahl tók þátt í Iceland International fyrr á þessu ári.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega norska mótinu.

Skrifað 12. nóvember, 2015
mg