Íslendingarnir hafa lokið keppni á HM U19 eftir gott mót

Pálmi Guðfinnsson lék í dag í annarri umferð í einliðaleik gegn Adulrach Namkul frá Tælandi en honum er raðað númer 14 inn í einliðaleik. Pálmi tapaði leiknum 9-21 og 8-21.

Kristófer Darri Finnsson og Pálmi kepptu því næst í tvíliðaleik gegn geysisterku pari frá Malasíu, Teng Fong, Aason og Wooi Yik Soh. Malasíubúar unnu leikinn 21-7 og 21-13. Með því hafa Kristófer og Pálmi lokið keppni á HM U19.

Alda Karen Jónsdóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir mættu Nika Arih og Petra Polanc frá Slóveníu í tvíliðaleik kvenna. Þær töpuðu 14-21 og 10-21 og hafa því lokið keppni á HM U19.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Heimsmeistaramóti U19 í Perú.

Skrifað 11. nóvember, 2015
mg