Pálmi kominn í aðra umferð eftir sigur í einliðaleik á HM

Einstaklingskeppni Heimsmeistaramóts U19 hófst í gær í Lima í Perú.

Fyrsti leikur íslensku keppendanna var tvenndarleikur sem Pálmi Guðfinnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir léku gegn Clement Chi Hin Chow og Chlloe Rowe frá Kanada. Leikurinn fór í odd en á endanum töpuðu Pálmi og Arna 8-21, 21-12 og 16-21 og eru því úr leik í tvenndarleik.

Kristófer Darri Finnsson og Alda Karen Jónsdóttir léku einnig tvenndarleik. Mótherjar þeirra voru Carl Harrbacka frá Svíþjóð og Helina Rüütel frá Eistlandi. Kristófer Darri og Alda Karen töpuðu 14-21 og 17-21 og eru því úr leik í tvenndarleik.

Eftir tvenndarleik tók við einliðaleikur kvenna. Þar mætti Arna Karen Jóhannsdóttir Ronja Stern frá Sviss. Arna Karen tapaði 12-21 og 11-21 og er því úr leik í einliðaleik.

Alda Karen Jónsdóttir atti kappi í einliðaleik við Christine Zhang frá Nýja Sjálandi og tapaði mjög naumlega 20-22 og 19-21. Með því féll hún úr leik í einliðaleik.

Pálmi Guðfinnsson vann sinn einliðaleik gegn Cesar Adonis Brito Gonzalez frá Dóminíska lýðveldinu 21-17 og 21-15. Pálmi er því kominn í aðra umferð sem er spiluð í dag, miðvikudag. Þar mætir hann Adulrach Namkul frá Tælandi en honum er raðað númer 14 inn í einliðaleik.

Kristófer Darri Finnsson mætti í einliðaleik Francisco Rafael Trevino Buenrostro frá Mexikó og tapaði 14-21 og 17-21 og hefur því lokið keppni í einliðaleik.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á HM U19.

Skrifað 11. nóvember, 2015
mg