Kínverjar eru heimsmeistarar U19 landsliđa

Kínverjar eru heimsmeistarar U19 landsliða eftir að hafa lagt Indónesa að velli 3-0 í úrslitum á HM í gær.

Spilaðir voru tvennarleikur, einliðaleikur karla og einliðaleikur kvenna. Í tvenndarleik mættu Quingchen Chen og Siwei Zheng frá Kína Marsheille Gischa Islami og Andika Ramadiansyag. Kínverjarnir unnu 21-10 og 21-14. Í einliðaleik mætti Kínverjinn Guipu Lin Indónesanum Panji Ahmad Maulana og vann 21-11 og 21-16. Í tvíliðaleik karla unnu Jiting He og Siwei Zheng þá Andika Ramadiansyah og Rinov Rivaldy og unnu 21-13 og 21-10.

Í dag er hvíldardagur og á morgun hefst einstaklingskeppnin.

Eftir mjög góðan árangur Kristófers Darra Finnssonar og Pálma Guðfinnssonar í tvíliðaleik fengu þeir 10. röðun í tvíliðaleik í einstaklingskeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar fá röðun á heimsmeistaramóti og frábært árangur hjá strákunum.

Skrifađ 9. nóvember, 2015
mg