Kína og Indónesía mætast í úrslitum

Undanúrslit fóru fram á HM U19 landsliða í dag í Perú. Annars vegar mættust Kína og Japan og hins vegar Indónesía og Tævan en Tævan var í riðli með Íslandi.

Kína vann Japan 3-2 en Kínverjar unnu tvenndarleik, einliðaleik kvenna og tvíliðaleik kvenna.

Indónesía vann Tævan 3-1 en Indónesar unnu tvenndarleik, einliðaleikn karla og einliðaleik kvenna.

Kína mætir því Indónesíu í úrslitum.

Skrifað 8. nóvember, 2015
mg