Ísland endaði í 33. sæti á HM U19 landsliða

Síðasti leikur íslenska U19 landsliðsins á HM U19 landsliða fór fram í nótt að íslenskum tíma. Ísland mætti Ítalíu og vann 3-1.

Kristófer Darri Finnsson og Alda Karen Jónsdóttir mættu í tvenndarleik Lukan Osele. Kristófer og Alda unnu 21-19 og 21-14.

Pálmi Guðfinnsson tapaði einliðaleik sínum fyrir Fabio Caponio 13-21 og 22-24.

Arna Karen Jóhannsdóttir vann Silvia Garino 21-15 og 21-14.

Kristófer Darri og Pálmi mættu svo í tvenndarleik Lukas Osele og Kevin Strobl og unnu eftir oddalotu 17-21, 21-18 og 21-11.

Með því tryggðu Íslendingar sér 33. sæti á heimsmeistaramóti U19 landsliða.

Einstaklingskeppnin hefst á þriðjudaginn. Smellið hér til að sjá niðurröðun í hana.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á HM U19 landsliða.

Skrifað 8. nóvember, 2015
mg