Ísland vann Kosta Ríka 3-0

Íslenska U19 landsliðið vann Kosta Ríka 3-0 á HM U19 landsliða í dag.

Kristófer Darri Finnsson og Alda Karen Jónsdóttir unnu Ana Laura Martinez Vega og Zhicong Alejandro Zheng Chen 21-11 og 21-7.

Pálmi Guðfinnsson mætti Gianpiero Cavallotti Villalobos og vann 21-9 og 21-12.

Arna Karen Jóhannsdóttir vann Lauren Villalobos Murillo 21-13 og 21-12.

Með því lauk leiknum með sigri Íslands 3-0 og íslenska liðið mætir Ítalíu í síðasta leik sínum en löndin keppa um 33. sætið.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á HM U19 landsliða.

Skrifað 7. nóvember, 2015
mg