Alda Karen vann sína viðureign á HM í dag

Rétt í þessu var leik dagsins hjá íslenska U19 landsliðinu að ljúka gegn Slóveníu með tapi 1-4.

Pálmi Guðfinnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir léku tvenndarleik gegn Nika Arih og Miha Ivanic og töpuðu 9-21 og 11-21.

Kristófer Darri Finnsson spilaði einliðaleikinn á móti Andraz Krapaz. Kristófer tapaði 11-21 og 10-21.

Alda Karen Jónsdóttir vann sinn einliðaleik en það var jafnframt fyrsta viðureignin sem Íslendingur vann í keppninni. Hún vann Nastja Stovanje 22-20 og 21-18.

Kristófer Darri og Pálmi mættu svo í tvíliðaleik Martin Cerkivnik og Andraz Krapez og töpuðu 8-21 og 15-21.

Síðasta viðureignin var tvíliðaleikur kvenna sem Alda Karen og Arna Karen spiluðu gegn Ema Cizelj og Petra Polanc. Alda Karen og Arna Karen töpuðu 16-21 og 8-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á HM U19 landsliða.

Skrifað 6. nóvember, 2015
mg