Tævan hafði betur gegn Íslandi á HM U19 landsliða

Íslenska U19 landsliðið lék þriðja leik sinn á HM U19 landsliða gegn Tævan. Ísland tapaði 0-5.

Pálmi Guðfinnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir léku tvenndarleik gegn Chia-Hao Lee og Chia-Hsin Lee og töpuðu 13-21 og 8-21.

Kristófer Darri Finnsson lék einliðaleik gegn Chia-Hung Lu og tapaði 4-21 og 7-21.

Alda Karen Jónsdóttir lék einliðaleik gegn Wen-Chi Hsu og apaði 7-21 og 6-21.

Kristófer Darri og Pálmi léku tvenndarleik gegn Hung-Ju Chien og Chen-Yang Hsu og töpuðu 11-21 og 14-21.

Alda Karen og Arna Karen léku tvíliðaleik gegn Wan-Ting Chen og i-Ting Lai og töpuðu 6-21 og 8-21.

Leiknum lauk því með sigri Tævan 5-0.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á HM U19 landsliða.

Næsti leikur liðsins er gegn Slóveníu í dag, föstudag, klukkan 17 að íslenskum tíma.

Skrifað 6. nóvember, 2015
mg