Tap gegn Englandi 0-5

Annar leikir íslenska U19 landsliðsins var í í dag gegn Englandi. Leikurinn fór 5-0 fyrir Englandi.

Kristófer Darri Finnsson og Alda Karen Jónsdóttir kepptu í tvenndarleik gegn Matthew Clare og Jessica Pugh og töpuðu 9-21 og 10-21.

Pálmi Guðfinnsson spilaði einliðaleik gegn David King og tapaði 7-21 og 5-21.

Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði einliðaleik gegn Miu Lin Ngan og tapaði 6-21 og 2-21.

Tvíliðaleikur karla var naumasta tapið en Kristófer Darri og Pálmi léku hann gegn Matthew Clare og Max Flynn. Þeir töpuðu 16-21 og 19-21.

Alda Karen og Arna Karen léku tvíliðaleik gegn Fee Teng Liew og Lizzie Tolman og töpuðu 11-21 og 9-21.

Næsti leikur er um miðnætti að íslenskum tíma, gegn Tævan.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á HM U19 landsliða.

Skrifað 5. nóvember, 2015
mg