Evrópusumarskólinn verđur í Slóveníu 2016

Ákveðið var á fundi stjórnar Badminton Europe um daginn að Evrópusumarskólinn verði aftur haldinn í Slóveníu í júlí 2016. Skólinn var einnig í Slóveníu síðastliðið sumar.

Á næsta ári verður skólinn haldinn vikuna 9. - 16. júlí í Podcetrtek í Slóveníu en þetta verður í þriðja sinn sem skólinn er haldinn þarlendis og í 35. skipti sem skólinn er haldinn.

Á þessu 34. starfsári skólans tóku 84 leikmenn þátt frá 25 löndum Evrópu.

Badmintonsamband Íslands mun senda sex leikmenn í skólann næsta sumar auk þjálfara sem fer á þjálfaranámskeið.

Smellið hér til að lesa meira um Sumarskóla Badminton Europe. 

Skrifađ 29. oktober, 2015
mg