Úrslit Vetrarmóts TBR

Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U13 vann Stefán Árni Arnarsson TBR en hann fékk úrslitaleikinn í einliðaleik hnokka gefinn í stöðinni 9-9 þegar Jón Hrafn Barkarson tognaði á læri. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA í úrslitum 21-6 og 21-6 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Hákon Daði Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH en þeir fengu úrslitaleikinn gegn Jóni Hrafni Barkarsyni og Stefáni Árna Arnarssyni TBR gefinn. Tvíliðaleik táka unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR en þær unnu í úrslitum Karen Guðmundsdóttur BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-13 og 21-18. Í tvenndarleik unnu Kristian Óskar Sveinbjörnsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH eftir að hafa fengið úrslitaleikinn gegn Jóni Hrafni Barkarsyni og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR gefinn.

Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA Andra Broddason TBR í úrslitum 21-10 og 21-18. Erna Katrín Pétursdóttir TBR vann í einliðaleik meyja en hún vann í úrslitum Höllu Maríu Gústafsdóttur BH 21-16 og 21-12. Í tvíliðaleik sveina unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR en þeir unnu í úrslitum Magnús Má Magnússon og Sigurð Patrik Fjalarsson KR 21-6 og 21-5. Í tvíliðaleik meyja unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH þær Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS og Kötlu Kristínu Ófeigsdóttur ÍA 23-21 og 21-18. Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS Andra Broddason og Ernu Katrínu Pétursdóttur TBR eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-18. Brynjar Már vann þrefalt á mótinu.

Í flokki U17 vann Einar Sverrisson TBR en hann vann í úrslitum Eystein Högnason TBR 21-19 og 21-16 í einliðaleik drengja. Þórunn Eylands TBR vann í úrslitum í einliðaleik telpna Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA eftir æsispennandi oddalotu 21-14, 18-21 og 21-19. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR eftir jafnan leik 22-20 og 22-20. Í tvíliðaleik telpna unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR þær Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-13 og 21-10. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR en þau unnu í úrslitum Daníel Ísak Steinarsson og Andreu Nilsdóttur TBR eftir jafna og æsispennandi oddalotu 17-21, 23-21 og 24-22.

Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í úrslitum Pálma Guðfinnsson eftir oddalotu 21-11, 16-21 og 21-17 í einliðaleik pilta. Arna Karen Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna en keppt var í riðli í flokknum. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR í úrslitum þá Davíð Phuong og Pálma Guðfinnsson TBR eftir oddalotu 21-12, 15-21 og 21-10. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir Margréti Dís Stefánsdóttur og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 21-17, 20-22 og 21-16. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR Pálma Guðfinnsson og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 18-21, 21-19 og 21-17. Kristófer Darri Finnsson vann þrefalt á þessu móti.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti TBR.

Næsta mót á Dominos unglingamótaröð BSÍ verður Unglingamót Aftureldingar 21. - 22. nóvember næstkomandi.

Skrifađ 25. oktober, 2015
mg