Kári tapađi fyrir De Oliveira

Kári Gunnarsson tók þátt í Alþjóðlega brasilíska mótinu í dag. Hann mætti þar Ygor Coelho De Oliveira frá Brasilíu. Kári tapaði í tveimur lotum 18-21 og 11-21.

Kári atti kappi við De Oliveira um daginn á Alþjóðlega mexikóska mótinu og tapaði þá í þremur lotum. Kári hefur því lokið keppni í mótinu.

Hann keppir næst í Alþjóðlega mótinu í Puetro Rico sem fer fram dagana 11. - 15. nóvember næstkomandi.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega brasilíska mótinu.

Skrifađ 22. oktober, 2015
mg