Margar oddalotur Ý ˙rslitaleikjum ß TBR Opi­

Fjórða mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Kristófer Darri Finnsson TBR sigraði einliðaleik karla eftir úrslitaleik við Atla Jóhannesson TBR eftir oddalotu 9,21, 21-17 og 21-12. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann einliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað Söru Högnadóttur TBR eftir oddalotu 16-21, 21-18 og 21-14. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR 21-16 og 21-17. Tvíliðaleik kvenna unnu Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR 21-18 og 21-12. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu systkinin Daníel og Rakel Jóhannesbörn TBR en þau unnu í úrslitum Sigurð Sverri Gunnarsson og Margréti Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 21-13, 19-21 og 21-19.

TBR Opið 2015 Einl.kvkTBR Opið 2015 Tvil.kvkTBR Opið 2015 Tvil.kk.TBR Opið 2015 Tvennd.TBR Opið 2015 Einl.kk

Í A-flokki sigraði Pétur Hemmingsen TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Atla Tómasson TBR eftir oddalotu 22-20, 15-21 og 21-17. Einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR. Hún vann Margréti Dís Stefánsdóttur TBR 21-11 og 21-11. Tvíliðaleik karla unnu Haraldur Guðmundsson og Jón Sigurðsson TBR en þeir unnu í úrslitum Egil Sigurðsson TBR og Þórhall Einisson Hamri 28-26 og 21-17. Í tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Keppt var í riðli. Tvenndarleikinn unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en þau unnu Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR eftir oddalotu 18-21, 21-14 og 21-16.

TBR Opið 2015 Einl.kvk.ATBR Opið 2015 Einl.kk.ATBR Opið 2015 Tvil.kvk.ATBR Opið 2015 Tvil.kk.ATBR Opið 2015 Tvennd.A

Eysteinn Högnason TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann eftir oddalotu í úrslitaleik Elís Þór Dansson TBR 25-23, 17-21 og 21-10. Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH vann Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH í úrslitaleik í einliðaleik kvenna eftir oddalotu 6-21, 21-15 og 21-7. Tvíliðaleik karla unnu Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR. Keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik kvenna unnu Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH en þær unnu Arndísi Svavarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu eftir oddalotu 21-15, 8-21 og 23-21. Tvenndarleikinn unnu Garðar Hrafn Benediktsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH en keppt var í riðli í greininni. Ingibjörg Sóley vann þrefalt á mótinu.

TBR Opið 2015 Einl.kvk.BTBR Opið 2015 Einl. kk.BTBR Opið 2015 Tvil.kvk.BTBR Opið 2015 Tvil.kk.B

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á TBR Opið.

Skrifa­ 19. oktober, 2015
mg