Taastrup Elite komi­ ß topp ri­ilsins Ý ■ri­ju deild

Þriðji leikur dönsku þriðju deildarinnar var um helgina. Systkinin Drífa og Ragnar Harðarbörn spila með Taastrup Elite en liðið leikur í riðli fjögur í þriðju deild. Í deildinni eru fjórir riðlar. Taastrup Elite mætti í þessum leik Slagelse og vann 8-5.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Ragnar lék fjórða einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla.

Tvenndarleikinn lék Drífa með Thomas Laybourn en þau mættu Niclas Ravn og Maja Bech og unnu eftir oddalotu 20-22, 21-14 og 21-17. Tvíliðaleikinn lék hún með Katrine M. Hansen gegn Maja Bech og Line Carlsen. Drífa og Hansen unnu eftir oddalotu 16-21, 21-15 og 21-8.

Ragnar lék einliðaleik gegn Casper Kristensen og vann 21-17 og 21-16. Tvíliðaleik lék hann með Per Wedel Gerzymisch gegn Casper Kristensen og Rasmus Brix Jensen. Þeir töpuðu þeim leik 16-21 og 15-21.

Taastrup Elite vann auk leikja Drífu og Ragnars báða einliðaleiki kvenna, annan einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Slagelse.

Eftir þriðju umferð er Taastrup Elite á toppi riðilsins með átta stig. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 24. október næstkomandi gegn Hvidovre.

 

Skrifa­ 6. oktober, 2015
mg