Drive 2 áfram á toppnum

Magnús Ingi Helgason spilar í vetur með Drive2 sem spilar í Danmerkurseríunni, riðli þrjú. Liðið mætti í þriðja leik sínum liði Brøndby Strand og vann 7-6. Magnús Ingi spilaði áður með Brøndby Strand.

Magnús Ingi lék tvo leiki fyrir lið sitt, fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik karla.

Tvenndarleikinn lék hann með Pernille Lindorff Jensen gegn Kenneth Mogensen og Charlotte Elgaard. Magnús og Jensen töpuðu 12-21 og 23-25. Tvíliðaleikinn lék Magnús með Michael Ihde gegn Morten Olsen og Frank Johannsen. Magnús og Ihde töpuðu 20-22 og 10-21.

Drive2 vann annan tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, annan og þriðja einliðaleik karla og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Drive2 og Brøndby Strand.

Drive2 er áfram í fyrsta sæti riðilsins með átta stig. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er gegn KBK Kbh. laugardaginn 24. október.

Skrifað 6. oktober, 2015
mg