Vćrlřse 2 tapađi fyrsta leik sínum í vetur

Tinna Helgadóttir spilar í vetur með Værløse 2 en liðið spilar í fyrstu deildinni í Danmörku. Liðið mætti Greve 2 í þriðja leik vetrarins. Værløse 2 tapaði 6-7.

Tinna spilaði annan einliðaleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt.

Einliðaleikinn lék hún gegn Anna Bygum Andresen. Tinna vann eftir oddalotu 19-21, 21-12 og 21-14. Tvíliðaleikinn lék Tinna með Thilde Mattisson gegn Amalie Magelund Krogh og Michelle Skødstrup. Tinna og Mattisson töpuðu 15-21 og 16-21.

Værløse2 vann einnig báða tvenndarleikina, fyrsta einliðaleik kvenna, þriðja einliðaleik karla og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Værløse2 og Greve2.

Eftir þriðju umferð er Værløse 2 í fjórða sæti deildarinnar með sex stig og dettur því niður um þrjú sæti á milli umferða. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsti leikur Værløse2 er gegn Ikast sunnudaginn 25. október.

 

Skrifađ 6. oktober, 2015
mg